Skip to content
Increase font size Decrease font size Default font size

My Joomla

JA slide show
Eldgosin í Eyjafjallajökli PDF Print E-mail
Modi_volcanoEyjafjallajökull er fimmti stærsti jökull Íslands, á eftir Vatnajökli, Langjökli, Hofsjökli og Mýrdalsjökli.Hann er 1660 metra yfir sjávarmáli og efst trónir 80 ferkílómetra jökulhvel. Úr jöklinum renna 2 skriðjöklar sem heita Steinsholtsjökull og Gígjökull en þeir skríða báðir til norðurs í átt að Þórsmörk. Hafa þeir á síðustu árum hörfað mikið og er Gígjökull nánast horfinn.Fjallið undir jökulhettunni er gert úr móbergi, grágrýti og hnullungabergi en efst er u.þ.b. 5 km² gígur. Meðfram gígbörmunum standa fimm móbergstindar, kallaðir Hámundur, Goðasteinn, Guðnasteinn, Innri-Skoltur og Fremri-Skoltur.
Undir jöklinum er eldkeila sem hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, fyrst árið 920,þá 1612, 1821 og 2010. Öll þessi gos hafa verið frekar lítil. Þegar gaus árið 1821 stóð gosið með hléum til ársins 1823. Gos hófst svo á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010 austan við Eyjafjallajökul. Þann 14. apríl 2010 hófst gos undir jökulhettunni.
Read more...
 

Tungumál

Joomfish System Plugin not enabled

Ferðahugmyndir

dagsferd
helgarferd
sveitaruisl